8.11.2007 | 10:58
Veruleikatenging
Það þyrfti að plægja smá veruleikatengingu í þennan mann. Í mjög fáum orðum þá er þetta ekki hægt og er þessi maður vinsamlegast beðinn um að snúa sér að einhverju sem hann hefur hundsvit á.
Umferðin í rör milli eyjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Bílar og óbilandi trú íslendinga á þeim
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er vel þekkt aðferð að plægja rör niður í hafsbotninn til að búa til göng. Hef reyndar aldrei heyrt talað um ál og plast í þessu samhengi en þetta hefur verið gert með stórum steypu rörum sem er sökkt niður í skurð sem búið er að plægja niður. Eitt gott dæmi um þetta eru göngin sem halda áfram að brúnni milli Danmerkur og Svíþjóðar.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:18
Nei, mér sýnist að það sért þú sem vantar veruleikatenginguna í, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Archimedes_bridge
Þetta er mjög augljóslega mögulegt.
Einnig vil ég benda á að vísindamenn séu að velta fyrir sér þeim möguleika að leggja göng yfir Atlantshafið, sjá http://dsc.discovery.com/convergence/engineering/transatlantictunnel/interactive/interactive.html
Auk þess legg ég til að bílar verði bannaðir í miðbænum.
Elías Halldór Ágústsson, 8.11.2007 kl. 11:27
Það er eitt að vanta veruleikatengingu og allt annað að vera opin fyrir stórum hugmyndum.
Þú segir, Þetta er ekki hægt!, sem er ekki beinlínis erfitt.
Má ég giska? Þér fannst Opinberun Hannesar léleg mynd og þess vegna heldurðu að allt sem að Hrafn Gunnlaugs komi nálægt sé eins af gæðum?
Ad hominem heitir það.
Gústaf Hannibal (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:55
LOL - þarf held ég að setja smá veruleikatengingu í þetta.
Það er gott og blessað að plægja rör niður á hafsbotn, en nota bene, úr áli og plasti?? Ég vissi ekki að Hrafn Gunnlaugsson væri verkfræðingur að mennt, hvað þá bygginga- eða burðarþolsverkfræðingur.
Til að svona sé hægt þarf að leggja/plægja pípur sem geta staðist þrýstingin af vatninu/sjónum umhverfis pípuna. Ál og plast blanda er ódýr leið fyrir lagnir í grönnum pípum, en að ætla að gera þær þannig að bifreiðar komist í gegn og mannslífum stafi ekki ógn af því að þær falli saman.....segir manni bara að það vantar raunveruleikann í þetta.
Það má gagnrýna Þröst fyrir að finnast þetta fáranlegt, ef um væri að ræða lögn fyrir sæstreng eða rafmagn, en ál og plast og að það eigi að vera mannhelt - sendið bara spurningu á vísindavef HÍ og sjáið hvaða svör þið fáið um kostnað við að gera rör úr áli og plasti sem væri hæft til mannlegra samgangna ásamt bifreiðum.
Vona að þið skiljið að þetta er mögulegt, með jú sérstyrktri steinsteypu, járni og sértækum plastþéttiefnum - en kostnaðurinn verður alltaf um þrefalt meiri en ef gerð væri brú yfir.
Gates (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 12:38
Að hugsa út fyrir rammann er mjög gott en þegar maðurinn er kominn í ramma innanhúslagna er það bara vitleysa. Auðvitað er allt hægt það er bara spurning um kostnaðinn. Í okkar tilfelli er frekar spurning um að efla almenningssamgöngur og setja takmarkanir á umferð um borgina.
Þröstur Reynisson, 8.11.2007 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.