Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
8.11.2007 | 10:58
Veruleikatenging
Umferðin í rör milli eyjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2007 | 12:59
Snillingar
http://www.visir.is/article/20071029/FRETTIR01/71029032
Svo ætla þessir menn að byggja hátæknisjúkrahús.
Ég held persónulega að það sé bara eitt orð yfir svona menn,
FÍFL
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2007 | 11:01
Annar góður
Kæra tæknilega aðstoð:
Um daginn uppfærði ég úr Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0. Eftir að ég hafði sett upp Eiginkonu 1.0 í tölvunni, setti forritið sig sjálft inn í öll önnur forrit í tölvunni. Það ræsir sig sjálfkrafa þegar ég kveiki á tölvunni, vaktar allar mínar athafnir og kemur sífellt með tillögur að krefjandi aukaforritum eins og t.d. Barn 2.0, þó allir viti að ÞAÐ forrit er mjög illa þróað.
Eiginkonuforritið tekur mikinn tíma og notar mikið minni. Það er ómögulegt að fá það til að víkja meðan ég nota mín uppáhaldsforrit. Gömul forrit eins og Pókerkvöld 10.3, Bjórkvöld 2.5 og Sunnudagafótbolti 5.0 virka ekki lengur. Það stóð ekkert um þetta í leiðbeiningunum fyrir forritið. Ég er að íhuga að fara bara aftur í Kærustu 7.0, en það virðist ekki einu sinni vera hægt að fjarlægja Eiginkonu 1.0. Getið þið hjálpað mér??
Kveðja, Ráðvilltur og Ráðþrota
Kæri RR,
Vandamál þitt er þekkt og mjög algengt, margir kvarta undan þessu, en þetta byggist að mestu leyti á misskilningi. Margir menn uppfæra úr Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0 af því að þeir halda að Eiginkona 1.0 sé þjónustu- og afþreyingarforrit. Þar liggur misskilningurinn hjá flestum. Eiginkona 1.0 er stýriforrit, hannað til að stjórna öllu. Það er ógerlegt að fjarlægja Eiginkonu 1.0 og fara aftur í Kærustu 7.0 þegar þú hefur sett það upp einu sinni. Sumir hafa reynt að setja upp Kærustu 8.0 eða Eiginkonu 2.0, en hafa þá setið uppi með fleiri vandamál en með Eiginkona 1.0. Við mælum með því að þú haldir Eiginkonu 1.0 og reynir að gera það besta úr því sem komið er. Þú getur t.d. lesið allan kafla 6 í leiðbeiningunum, "Algengar villur".
Forritið mun keyra snurðulaust, svo framarlega sem þú tekur ábyrgð á öllum villum, óháð ástæðu og uppruna þeirra. Það besta sem þú getur gert er að fara strax í Start/Run og skrifa FYRIRGEFÐU til að stýrikerfið villuhreinsist og keyri eðlilega.
Eiginkona 1.0 er flott forrit, en krefst mikils viðhalds. Þú ættir að íhuga að kaupa meiri hugbúnað til að bæta afkastagetuna. Við mælum með Blómum 2.1, Súkkulaði 5.0 eða í neyðartilfelli Pels 2000. En þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum setja upp Vinkona_í_mínípilsi 3.3. Eiginkona 1.0 styður ekki þann hugbúnað og það myndi sennilega gera út af við tölvuna.
Með vinsemd og virðingu, Tæknileg Aðstoð
18.10.2007 | 11:00
Einn Góður
þangað sagði læknirinn að hann hefði fundið upp tæki sem færði hluta af
fæðingarverkjum frá móður til föður. Hann spurði hvort þau væru tilbúin að
prufa tækið. Þau voru bæði spennt fyrir því. Læknirinn byrjaði á 10% þar sem
það væri líklega meiri verkur en eiginmaðurinn hefði áður upplifað. Eftir
því sem lengra leið á fæðinguna bar maðurinn sig vel og sagði lækninum að
hækka í tækinu. Læknirinn hækkaði í 20% og síðan í 50%. Enn bar eiginmaðurinn sig vel og bað lækninn að færa alla verkina yfir á sig.
Fæðingin gekk hið besta og móðirin fann ekkert fyrir öllu saman. Eiginmaðurinn var stálsleginn.
Þegar þau komu heim lá bréfberinn steindauður á tröppunum fyrir framan húsið.
16.10.2007 | 18:03
Afleysingamenn
Leigubílstjórar lærðu samningatækni FBI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2007 | 13:48
Erfiður dagur.
Ég er yfirleitt ekki mjög þungur í skapi en ég get svarið að ég fann fullkomna mynd til að lýsa því hvernig mér leið í morgun.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2007 | 13:49
Upplýsingaveita
Daimler hefur verið að veita þessar upplýsingar um nokkurt skeið.
Tengil má finna á heimasíðu Bílaumboðsins Öskju www.askja.is
undir liðnum þjónusta.
Bifreiðaframleiðendum gert að birta tæknilegar upplýsingar fyrir verkstæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 15.10.2007 kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Bílar og óbilandi trú íslendinga á þeim
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar